fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Freyr útskýrir stöðu Sverris: ,,Hann er í dauðafæri“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 20:09

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segir að allir leikmenn séu heilir fyrir komandi verkefni í undankeppni EM.

Freyr segir að allir séu klárir en það er spurning með vængmanninn Arnór Sigurðsson sem er enn að koma til baka eftir meiðsli.

,,Já það eru allir heilir, auðvitað er aðeins smá hnjask eftir mikla leikjatörn hjá þeim en enginn er meiddur,“ sagði Freyr.

,,Það er bara sama spurningamerki og fyrir helgi með Arnór, hversu langt hann er kominn í sínu ferli.“

,,Æfingarnar fyrstu dagana eru það rólegar að við getum ekki sagt meira til um það heldur en að það verði orði ljóst á miðvikudagskvöld.“

,,Við höfum misst út nokkra leikmenn þar en við erum með Birki, Arnór Ingva, Arnór Sig, Rúnar Má, Albert og já svo Ara Frey, er hann búinn að tala við þig?“

Sverrir Ingi Ingason hefur dregið sig úr landsliðshópnum og hefur Freyr útskýrt þá ákvörðun.

,,Staða Sverris í PAOK er slæm, það er bara þannig. Við áttum gott samtal við þjálfarateymið og Sverri um hans stöðu og hann þarf á því að halda að æfa með liðinu. Þeir hafa ekkert verið að vinna í taktík og æfa sem lið, þeir spila bara tvo leiki í viku nú í átta vikur undir stjórn nýs þjálfara.“

,,Nú kom breik, það meiddist hafsent og hann er í dauðafæri á að spila sig inn í liðið. Hann þarf að fara að spila og við sýnum því skilning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný