fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Freyr útskýrir stöðu Sverris: ,,Hann er í dauðafæri“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 20:09

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segir að allir leikmenn séu heilir fyrir komandi verkefni í undankeppni EM.

Freyr segir að allir séu klárir en það er spurning með vængmanninn Arnór Sigurðsson sem er enn að koma til baka eftir meiðsli.

,,Já það eru allir heilir, auðvitað er aðeins smá hnjask eftir mikla leikjatörn hjá þeim en enginn er meiddur,“ sagði Freyr.

,,Það er bara sama spurningamerki og fyrir helgi með Arnór, hversu langt hann er kominn í sínu ferli.“

,,Æfingarnar fyrstu dagana eru það rólegar að við getum ekki sagt meira til um það heldur en að það verði orði ljóst á miðvikudagskvöld.“

,,Við höfum misst út nokkra leikmenn þar en við erum með Birki, Arnór Ingva, Arnór Sig, Rúnar Má, Albert og já svo Ara Frey, er hann búinn að tala við þig?“

Sverrir Ingi Ingason hefur dregið sig úr landsliðshópnum og hefur Freyr útskýrt þá ákvörðun.

,,Staða Sverris í PAOK er slæm, það er bara þannig. Við áttum gott samtal við þjálfarateymið og Sverri um hans stöðu og hann þarf á því að halda að æfa með liðinu. Þeir hafa ekkert verið að vinna í taktík og æfa sem lið, þeir spila bara tvo leiki í viku nú í átta vikur undir stjórn nýs þjálfara.“

,,Nú kom breik, það meiddist hafsent og hann er í dauðafæri á að spila sig inn í liðið. Hann þarf að fara að spila og við sýnum því skilning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Í gær

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
433Sport
Í gær

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta