Wilfried Bony, fyrrum leikmaður Manchester City, sagður vera á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Bony gerði garðinn frægan með Swansea í efstu deild en lék síðast með Al-Arabi í Katar.
Samningur Bony við Swansea rann út eftir síðasta tímabil og má hann því semja frítt við annað félag.
Bony er nú á leið til Brighton í úrvalsdeildinni samkvæmt heimildum the BBC.
Bony hefur undanfarnar vikur æft með Newport County í ensku D-deildinni.