Steven Defour er farinn frá Burnley en samningi hans við félagið var rift á dögunum.
Defour er 31 árs gamall miðjumaður en hann hefur lítið spilað vegna meiðsla síðustu 18 mánuði.
Defour fann sér nýtt lið í dag en hann gerði eins árs langan samning við Antwerp í Belgíu.
Defour á að baki landsleiki fyrir Belgíu en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Standard Liege og Anderlecht.