Atalanta á Ítalíu fékk til sín Simon Kjær í dag en hann kemur til félagsins frá Sevilla.
Kjær er þrítugur miðvörður en hann á að fylla skarð Martin Skrtel sem hefur yfirgefið félagið.
Skrtel kom aðeins til Atalanta í síðasta mánuði en samningi hans var rift ekki löngu seinna eftir rifrildi innan félagsins.
Kjær er danskur landsliðsmaður og hefur spilað með Lille, Fenerbahce og Sevilla undanfarin ár.