Barelona ákvað að lána miðjumanninn Rafinha í kvöld en hann gerði samning við Celta Vigo.
Rafinha er 26 ára gamall Brasilíumaður en hann er bróðir Thiago Alcantara, miðjumanns Bayern Munchen.
Rafinha á að baki 56 deildarleiki fyrir Barcelona en hann var einnig lánaður til Celta árið 2013.
Rafinha lék svo með Inter Milan á láni á síðustu leiktíð en er nú mættur aftur til Celta.
Hann skrifaði einnig undir eins árs langa framlengingu á samningi sínum hjá Barcelona.