AS Roma á Ítalíu hefur styrkt sig verulega fyrir gluggalok en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar í kvöld.
Roma hefur fengið til sín þá Chris Smalling, Davide Zappacosta og Henrikh Mkhitaryan á stuttum tíma.
Félagið tryggði sér þá þjónustu sóknarmannsins Nikola Kalinic í dag en hann kemur á láni.
Kalinic er 31 árs gamall framherji en hann var samningsbundinn Atletico Madrid á Spáni.
Kalinic stóðst ekki væntingar hjá Atletico en hann skoraði aðeins tvö mörk í 17 deildarleikjum.