Mauro Icardi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain en þetta var staðfest nú rétt í þessu.
Icardi kemur til PSG á láni frá Inter Milan en hann var ekki inni í myndinni hjá Antonio Conte.
Icardi er 26 ára gamall framherji en hann hefur undanfarin sex ár leikið með Inter og raðað inn mörkum.
Argentínumaðurinn skoraði 111 mörk í 188 deildarleikjum fyrir Milan sem er stórkostlegur árangur.
Icardi er einnig landsliðsmaður Argentínu en hann hefur spilað átta leiki fyrir þjóð sína.
Hann gerir eins árs langan lánssamning við PSG sem getur svo keypt hann fyrir 65 milljónir evra næsta sumar.