Romelu Lukaku reyndist hetja Inter Milan í gær sem spilaði við Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni. Lukaku ættu allir að kannast við en hann samdi við Inter í sumar og kemur frá Manchester United.
Lukaku skoraði mark sitt af vítapunktinum í gær og var það seinna mark Inter í 2-1 sigri. Stuðningsmenn Cagliari urðu sér til skammar áður en Lukaku skaut að marki og reyndu að taka hann á taugum.
Það heyrðust mikil apahljóð í stúkunni áður en spyrnan var tekin og vonandi verður félaginu refsað harkalega. Lukaku hefur tjáð sig um þetta atvik.
,,Fótbolti er íþrótt sem á að njóta, við eigum ekki að sætta okkur við fordóma,“ sagði Lukaku á Instagram.
,,Konur og menn, það er 2019. Í stað þess að fara í rétta átt, þá erum við að fara í vitlausa átt.“
Cagliari fans once again disgracing themselves.
This time they’re monkey chanting Romelu Lukaku.
Nothing will happen to punish them.
Utterly disgusting. pic.twitter.com/yxCdZ2xrrJ
— Adam Digby (@Adz77) 1 September 2019
View this post on Instagram