Lið Almeria á Spáni fékk til sín efnilegan vængmann á lokadegi félagaskiptagluggans í dag.
Almeria gerði samning við einn efnilegasta leikmann Englands sem ber nafnið Arvin Appiah.
Appiah kemur til Almeria frá Nottingham Forest en hann var orðaður við Manchester United fyrr í sumar.
Appiah skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Forest í janúar en var svo seldur fyrir átta milljónir punda.
Almeria bað United afsökunar á Twitter um leið og félagið tryggði sér þjónustu leikmannsins.
Hann gerði fimm ára samning við Almeria sem leikur í næst efstu deild Spánar.
Sorry @ManUtd Arvin Appiah is red and white ?⚪?? #UDAlmeria #F5DAY pic.twitter.com/qVdFxmveM2
— UD Almeria (@UDAlmeria_Eng) 2 September 2019