Keylor Navas er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi en þetta var staðfest nú rétt í þessu.
Navas er keyptur til PSG á um 13 milljónir evra og berjast um aðalmarkvarðarstöðuna á leiktíðinni.
Navas var varamarkvörður fyrir Thibaut Courtois á Spáni og vildi því komast burt.
Real fékk þá markvörðinn Alphonse Areola á móti frá PSG og er hann lánaður til félagsins út tímabilið.