Sóknarmaðurinn Ante Rebic hefur skrifað undir samning við ítalska stórliðið AC Milan.
Þetta var staðfest í dag en Rebic gerði tveggja ára lánssamning við Milan og getur félagið svo keypt hann endanlega.
Rebic er króatískur landsliðsmaður en hann hefur gert það gott undanfarin ár með Eintracht Frankfurt.
Frankfurt fær einnig leikmann á móti en framherjinn Andre Silva gerði lánssamning við þýska liðið.
Frankfurt getur einnig keypt Silva eftir tvö ár er lánssamningnum lýkur.