Galatasaray hefur styrkt sig verulega á lokadegi félagaskiptagluggans í Evrópu og fékk tvo leikmenn í dag.
Sóknarmaðurinn heimsfrægi Radamel Falcao var keyptur til félagsins en hann kemur frá Monaco.
Falcao er þekktur markaskorari en hann raðaði inn mörkum fyrir Porto, Atletico Madrid og Monaco.
Nú hefur Galatasaray einnig staðfest komu miðjumannsins Mario Lemina frá Southampton.
Lemina gerir eins árs langan lánssamning við Galatasaray en hann vildi komast burt frá St. Mary’s.