Ísland 1-0 Slóvakía
1-0 Elín Metta Jensen(64′)
Íslenska kvennalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan leik í kvöld er liðið mætti Slóvakíu.
Ísland mætti Slóvakíu í undankeppni EM en stelpurnar okkar unnu Ungverjaland í fyrsta leik á dögunum.
Það var aðeins eitt mark skorað á Laugardalsvelli í kvöld en það gerði hún Elín Metta Jensen.
Ísland er nú með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar og útlitið bjart fyrir stelpurnar.