Chelsea hefur ákveðið að lána vængmanninn Kenedy til Spánar en þetta var staðfest í dag.
Kenedy er 23 ára gamall Brasilíumaður en hann kom til Chelsea frá Fluminese fyrir fjórum árum.
Kenedy hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Chelsea og hefur leikið með Newcastle á láni síðustu tvö tímabil.
Getafe tryggði sér þjónustu leikmannsins í dag en Kenedy gerði lánssamning út þessa leiktíð.