Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður, er látinn en hann hafði undanfarin ár barist við krabbamein. Atli er maður sem allir Íslendingar kannast við en hann gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður og þjálfari.
Atli lék 70 landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma og þjálfaði þá einnig landsliðið í fjögur ár. Hann var þá fyrsti Íslendingurinn til að spila í efstu deild Þýskalands og skoraði eitt sinn fimm mörk í einum leik fyrir Dusseldorf.
Atla verður sárt saknað en margir minnast þessa öðlingsdrengs á samfélagsmiðlum í kvöld. ,,Atli Eðvaldsson er sá sem hefur haft stærstu áhrifin á minn feril. Ég á honum allt að þakka. Hann er á efsta stalli hjá mér,“ skrifar Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks á meðal annars.
Blaðamaðurinn Stefán Árni Pálsson skrifaði fallega kveðju á sína síðu þar sem hann tjáði sig um sín kynni af Atla. ,,Náði lítið að fylgjast með Atla á vellinum en sem þjálfari fannst mér hann alltaf svo einlægur og það sást svo langar leiðir hvað þetta væri góð manneskja. Enda tala allar okkar helstu knattspyrnustjörnur ótrúlega vel um manninn. Hvíldu í friði Atli Eðvaldsson,“ skrifar Stefán.
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, þekkti Atla vel og talar um hann sem einstakan karakter og keppnismann. ,,Atli Eðvaldsson mun lifa í minningunni. Einstakur karakter og keppnismaður. Hafðu þökk fyrir,„skrifar Gaupi.
Hér má sjá nokkrar fallegar færslur um fráfall Atla. Blessuð sé minnings hans
Atli Eðvaldson er sá sem hefur haft stærstu áhrifin á minn ferill. Viðhorf hans tók ég til mín, ég er sá fyrirliði sem hann skapaði í mér og vona að hann hafi verið stoltur af mér. Ég á honum allt að þakka. Hann er á efsta stalli hjá mér. Samúð mín til fjölskyldu og vina??❤️
— gulligull1 (@GGunnleifsson) 2 September 2019
Atli var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Alltaf styðjandi, til í að hjálpa og gefa góð ráð. Og ég elskaði allar sögurnar. Ég sendi fólkinu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. #fyriratla #fyrirÍsland https://t.co/GnZeQ6Lsc4
— Vanda Sigurgeirsdóttir (@vandasig) 2 September 2019
Goðsögn fallin frá, Hvíl í friði Atli. pic.twitter.com/gOBbPiUHHX
— Ótthar Edvardsson (@OttharE) 2 September 2019
Atli ❤
— Hans Steinar (@hanssteinar) 2 September 2019
Atli Eðvaldsson mun lifa í minningunni. Einstakur karakter og keppnismaður. Hafðu þökk fyrir.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) 2 September 2019
RIP Atli Eðvaldsson. Legend í íþróttinni sem allir elska.
— Eiríkur Rúnarsson (@EirikurMar) 2 September 2019
Minning um eina mestu goðsögn íslenskrar knattspyrnusögu, og hlýja og góða manneskju, lifir áfram. Samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Takk fyrir okkur Atli. https://t.co/i7Hvn6BeYR
— Alexander Einarsson (@alexander_freyr) 2 September 2019
Ein af mínum fyrstu hetjum, leikmaður á alþjóðlegum standard og persóna með mikla útgeislun ? Hvíl í friði Atli ? https://t.co/KCQG73rz5L
— Gulli Tomasson (@Gullitomm) 2 September 2019
Takk fyrir mig Atli. Mikið sem þú gerir fyrir mig. Hvíldu í friði ❤ https://t.co/IGzWltOHD6
— Marteinn Örn (@kjeppzari) 2 September 2019
Fyrir krakka sem ólst upp á níunda áratugnum, þá var Atli Eðvaldsson ekkert annað en ofurhetja. Frábær fótboltamaður og frábær fyrirmynd. Samúðarkveðjur á alla sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Atla.
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) 2 September 2019
Einn af allra bestu sonum íslenskrar knattspyrnu er látinn. Þín verður sárt saknað og ég mun vissulega sakna þín og spjalls við þig minn kæri Atli. Dýpstu samúðarkveðjur til allra viðkomandi. #greatman. pic.twitter.com/WctDaGMJrI
— Thorir Hakonarson (@THakonarson) 2 September 2019
Þessi hefur gert svo marg fyrir fallega leikinn bæði innan og utan vallar. Takk fyrir þitt framlag Atli Eðvaldsson. Hvíl í friði. pic.twitter.com/TXpY7L9UeI
— Rikki G (@RikkiGje) 2 September 2019
Einn af þeim skemmtilegri sem maður ræddi við um fótbolta, hafði alltaf skemmtilegar sögur að segja og hafði tíma fyrir alla. Hvíl í friði Atli https://t.co/P7BTyxZtLp
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) 2 September 2019
Sendi aðstandendum Atla Eðvaldssonar innilegar samúðarkveðjur. Tók annað stóra viðtalið mitt sem blaðamaður við hann snemma árs 2008. Vorum fínustu félagar eftir það. Frábær fótboltamaður og sömuleiðis frábær persóna. Elskaði að spila og tala um fótbolta. Hvíl í friði, Atli.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) 2 September 2019
Atli var einn af þeim leikmönnum sem maður leit upp til sem gutti. Var “starstruck” er ég mætti honum seinna meir á vellinum. Atli var frábær leikmaður og þjálfari en umfram allt algjör heiðursmaður sem verður sárt saknað. Vil senda fjölskyldu og vinum Atla dýpstu samúðarkveðjur
— saevar petursson (@saevarp) 2 September 2019
Náði lítið að fylgjast með Atla á vellinum en sem þjálfari fannst mér hann alltaf svo einlægur og það sást svo langar leiðir hvað þetta væri góð manneskja. Enda tala allar okkar helstu knattspyrnustjörnur ótrúlega vel um manninn. Hvíldu í friði Atli Eðvaldsson. ❤ pic.twitter.com/H1Zeo3Zktk
— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) 2 September 2019