fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Margir minnast Atla sem féll frá í dag: ,,Vona að hann hafi verið stoltur af mér“

Victor Pálsson
Mánudaginn 2. september 2019 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður, er látinn en hann hafði undanfarin ár barist við krabbamein. Atli er maður sem allir Íslendingar kannast við en hann gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður og þjálfari.

Atli lék 70 landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma og þjálfaði þá einnig landsliðið í fjögur ár. Hann var þá fyrsti Íslendingurinn til að spila í efstu deild Þýskalands og skoraði eitt sinn fimm mörk í einum leik fyrir Dusseldorf.

Atla verður sárt saknað en margir minnast þessa öðlingsdrengs á samfélagsmiðlum í kvöld. ,,Atli Eðvaldsson er sá sem hefur haft stærstu áhrifin á minn feril. Ég á honum allt að þakka. Hann er á efsta stalli hjá mér,“ skrifar Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks á meðal annars.

Blaðamaðurinn Stefán Árni Pálsson skrifaði fallega kveðju á sína síðu þar sem hann tjáði sig um sín kynni af Atla. ,,Náði lítið að fylgjast með Atla á vellinum en sem þjálfari fannst mér hann alltaf svo einlægur og það sást svo langar leiðir hvað þetta væri góð manneskja. Enda tala allar okkar helstu knattspyrnustjörnur ótrúlega vel um manninn. Hvíldu í friði Atli Eðvaldsson,“ skrifar Stefán.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, þekkti Atla vel og talar um hann sem einstakan karakter og keppnismann. ,,Atli Eðvaldsson mun lifa í minningunni. Einstakur karakter og keppnismaður. Hafðu þökk fyrir,„skrifar Gaupi.

Hér má sjá nokkrar fallegar færslur um fráfall Atla. Blessuð sé minnings hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Í gær

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu