Arsenal hefur losað sig tímabundið við miðjumanninn Henrikh Mkhitaryan.
Þetta var staðfest í dag en Mkhitaryan skrifar undir eins árs langan lánssamning við AS Roma.
Mkhitaryan er 30 ára gamall en hann kom til Arsenal frá Manchester United í janúar 2018.
Armeninn heillaði ekki marga á Emirates og mun nú reyna fyrir sér á Ítalíu í fyrsta sinn.