Florin Andone er orðinn leikmaður Galatasaray en hann gerði samning við félagið í kvöld.
Um er að ræða 26 ára gamlan sóknarmann sem hefur undanfarið ár leikið með Brighton.
Andone skoraði aðeins fjögur mörk í 26 leikjum fyrir Brighton og gerði lánssamning við Galatasaray.
Andone er þekktastur fyrir tíma sinn á Spáni þar sem hann lék með Cordoba og Deportivo La Coruna.