Sadio Mane, leikmaður Liverpool, brjálaðist út í samherja sinn Mo Salah í leik gegn Burnley í dag.
Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur á Turf Moor og skoraði Mane annað mark liðsins.
Seint í leiknum gat Mane skorað annað mark ef hann hefði bara fengið sendingu frá Salah.
Salah var með tvo varnarmenn á sér en ákvað ekki að gefa á Mane sem brjálaðist eftir að hafa verið skipt útaf.
Mane var öskuillur á bekknum og kvartaði yfir hversu sjálfselskur Salah hafði verið stuttu áður.
Hér má sjá mynd af því þegar Salah ákvað að gefa ekki boltann.