Kurt Zouma, leikmaður Chelsea, hefur átt betri daga á knattspyrnuvellinum en í dag.
Zouma átti ekki frábæran leik og skoraði sjálfsmark í 2-2 jafntefli við Sheffield United.
Eftir leikinn þá fékk Zouma mikið hatur á samskiptamiðlum og voru ófáir sem urðu sér til skammar.
Zouma varð fyrir rasmisma eins og Tammy Abraham, samherji hans, varð fyrir eftir leik við Liverpool.
Annað dæmi er Paul Pogba, leikmaður Manchester United, sem fékk sömu meðferð eftir leik við Wolves.
Enska knattspyrnusambandið verður að fara að taka harðar á þessum málum sem koma upp í hverri viku.