Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er ekki ánægður með markvörðinn Artur Boruc sem spilar með liðinu.
Boruc ákvað að ferðast til Skotlands á fimmtudag en hann sá þá leik Legia Warsaw og Rangers í Evrópudeildinni.
Boruc er mikill stuðningsmaður Legia en hann lék áður með liðinu áður en hann fór annað í Evrópu.
Boruc fékk ekki leyfi til að ferðast í leikinn en hann sat ásamt stuðningsmönnum pólska liðsins í stúkunni.
,,Ég frétti bara af þessu mjög seint í gærkvldi. Þetta er alls ekki hentugt,“ sagði Howe.
,,Ég mun ræða við Artur um þetta. Ég þekki ekki smáatriðin en ég veit bara að hann var þarna.“