Virgil van Dijk var í kvöld valinn leikmaður ársins hjá UEFA en þetta var staðfest í kvöld.
Van Dijk er talinn einn besti varnarmaður heims en hann spilar með liði Liverpool á Englandi.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo komu einnig til greina en það var Van Dijk sem fékk verðlaunin.
Hollendingurinn var mikilvægur hlekkur í liði Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrr í sumar.
Lucy Bronze var þá valin best í kvennaflokki en hún er einn mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins.
Bronze er 27 ára gömul en hún er vinstri bakvörður og spilar með stórliði Lyon í Frakklandi.
Lyon er besta kvennaliðs heims í dag en Bronze kom til félagsins frá Manchester City fyrir tveimur árum.