Aron Einar Gunnarsson er búinn að opna markareikninginn fyrir lið Al-Arabi í Katar.
Aron spilar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Katar en liðið mætti Al-Duhail í dag.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Aron skoraði jöfnunarmark Al-Arabi undir lok fyrri hálfleiks.
Það var fyrrum leikmaður Stoke og Barcelona, Marc Muniesa, sem lagði upp markið á Aron.
Markið var laglegt eins og má sjá hér.
.@ronnimall er búinn að opna markareikninginn fyrir Al-Arabi í Katar. pic.twitter.com/58JMDOq9iH
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 29 August 2019