fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Plús og mínus: Stelpurnar eiga meira skilið

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann flottan sigur á Ungverjalandi í kvöld en liðin áttust við á Laugardalsvelli.

Ísland vann að lokum 4-1 sigur þar sem Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið. Um var að ræða fyrsta leikinn í undankeppni EM 2021.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er hrikalega gott að byrja undankeppnina á sigri þó að spilamennskan hafi oft verið betri þá vinna góð lið á slæma deginum sínum.

Svava Rós og Fanndís Friðriks áttu frábæra innkomu í leik kvöldsins og komu með meira líf í sóknarleikinn og ógnuðu með hraða sínum og krafti.

Jón Þór, landsliðsþjálfari, er að reyna að yngja upp liðið og það gekk vel. Ungu stelpurnar komust vel frá sínu verkefni og ættu að vera betri þegar líða fer á keppnina.

Mínus:

Frammistaðan í fyrri hálfleik í heildina var ekki góð og varnarleikurinn í marki Ungverja var barnalegur og slakur.

Sóknarleikurinn var ágætur í seinni hálfleik en liðið þarf að klára færi sín betur.

Stelpurnar eiga skilið að fleiri láti sjá sig í stúkunni en raun bar vitni á Laugardalsvelli í kvöld en mætingin var slök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi