fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Furðuleg umfjöllun um Gylfa: Kom að þremur mörkum en sagður hafa verið rólegur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru komnir áfram í enska deildarbikarnum eftir leik við Lincoln City í gær.

Gylfi átti góðan leik fyrir Everton í kvöld en hann skoraði annað mark liðsins í 4-2 sigri af vítapunktinum. Staðan var 2-2 þegar 10 mínútur voru eftir en þeir Alex Iwobi og Richarlison gerðu út um leikinn fyrir Everton.

Gylfi fiskaði aukaspyrnuna sem Lucas Digne skoraði fyrsta mark Everton í leiknum, hann átti svo stóran þátt í marki Iwboi. Því vekur athygli hvernig Liverpool Echo fjallar um frammistöðu Gylfa.

,,Er yfirleitt hættulegur fyrir utan teiginn, tilraun hans á 15 mínútu var í líkingu við persónlega byrjun hans á tímabilinu,“ sagði í umfjöllun Liverpool Echo og gefur blaðið Gylfa, sex í einkunn.

,,Hann vann aukaspyrnuna fyrir Digne og skoraði úr vítinu. Var rólegur,“ segir í blaðinu, ansi öflugt að vera rólegur og koma að þremur mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi