Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru komnir áfram í enska deildarbikarnum eftir leik við Lincoln City í gær.
Gylfi átti góðan leik fyrir Everton í kvöld en hann skoraði annað mark liðsins í 4-2 sigri af vítapunktinum. Staðan var 2-2 þegar 10 mínútur voru eftir en þeir Alex Iwobi og Richarlison gerðu út um leikinn fyrir Everton.
Gylfi fiskaði aukaspyrnuna sem Lucas Digne skoraði fyrsta mark Everton í leiknum, hann átti svo stóran þátt í marki Iwboi. Því vekur athygli hvernig Liverpool Echo fjallar um frammistöðu Gylfa.
,,Er yfirleitt hættulegur fyrir utan teiginn, tilraun hans á 15 mínútu var í líkingu við persónlega byrjun hans á tímabilinu,“ sagði í umfjöllun Liverpool Echo og gefur blaðið Gylfa, sex í einkunn.
,,Hann vann aukaspyrnuna fyrir Digne og skoraði úr vítinu. Var rólegur,“ segir í blaðinu, ansi öflugt að vera rólegur og koma að þremur mörkum.