Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins, gaf frá sér yfirlýsingu á Twitter í kvöld.
Þar greindi Enrique frá því að ung dóttir hans væri látin eftir baráttu við krabbamein undanfarið ár.
Dóttir hans Xana lést nýlega eftir harða baráttu en hún var aðeins níu ára gömul.
Enrique steig til hliðar sem landsliðsþjálfari Spánar í sumar vegna persónulegra ástæðna.
Enrique hefur átt farsælan feril sem stjóri og var einnig hjá liðum eins og Roma og Celta Vigo.
— LUISENRIQUE (@LUISENRIQUE21) 29 August 2019