fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433

Höskuldur: Eitthvað sem maður lærði í Augnablik

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, átti flottan leik í kvöld er liðið mætti FH í efstu deild.

Blikar lentu 2-0 undir í Kaplakrika en sneru leiknum sér í vil og unnu að lokum flottan 4-2 sigur.

,,Við vorum staðráðnir í því að gera ekki eins og í síðasta leik og héldum að við værum búnir að læra af mistökunum en svo kemur það svolítið í andlitið á okkur aftur,“ sagði Höskuldur.

,,Aftur sýnum við karakter en munurinn núna er að við vinnum leikinn. Núna tvo leiki í röð þá bognum við en brotnum ekki sem er gott.“

,,Það er oft hægara sagt en gert að skora mörk gegn liði sem hafa misst mann útaf, sérstaklega ef þeir eru að leiða þá geta þeir pakkað saman og varið markið.“

,,Við vorum mjög grimmir og gráðugir og uppskárum eftir því.“

,,Ég veit það ekki, það er eitthvað sem maður lærði í Augnablik,“ sagði Höskuldur svo að lokum spurður að því af hverju hann væri að skora svo mikið af skallamörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum