Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, hefur verið án félags síðan í desember og starfar nú í sjónvarpi.
Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember og ætlaði sér að snúa aftur á fótboltavöllinn í sumar.
Það gerðist hins vegar ekki en hvort að Mourinho hafi hafnað liðum eða hvort tilboðin hafi ekki borist er ekki víst.
Mourinho mætti í viðtal í gær þar sem hann sagðist sakna fótboltans gríðarlega enda um mjög sigursælan stjóra að ræða.
Mourinho táraðist í viðtalinu og segir að það sé erfitt fyrir sig að njóta þess að vera í svo löngu fríi.
José Mourinho tears up while saying he misses football. pic.twitter.com/ZdAAGQkpKA
— Polo Maruwa (@elchaupo) 17 August 2019