Frederik Schram hefur verið lánaður til Lyngby í Danmöru frá SønderjyskE. Samningurinn er til áramóta.
Frederik gekk í raðir SønderjyskE í ár en hann hefur ekki fengið tækifæri með liðinu.
Lyngby vantaði markvörð og gæti Frederik nú fengið stórt tækifæri í dönsku úrvalsdieldinni.
Frederik var í HM hópi Íslands í Rússlandi en hefur síðan þá misst sæti sitt í landsliðshópnum.
Fái Frederik tækifæri með Lyngby gæti hann fengið sæti sitt þar á ný.