Halldór Jón Sigurðsson betur þekktur sem Donni er að hætta með lið Þór/KA í Pepsi Max-deild karla.
Þetta segir blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson á Facebook síðu sinni en hann starfaði eitt sinn hjá Morgunblaðinu.
Donni hefur undanfarin þrjú ár þjálfað Akureyrarliðið en mun segja af sér eftir leiktíðina.
Þór/KA hefur átt ansi slakt sumar en liðið er heilum 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks.
Liðið varð Íslandsmeistari undir stjórn Donna árið 2017 og var það hreint út sagt magnað afrek hjá félaginu.