Það er möguleiki á því að Liverpool þurfi að nota Andy Lonergan á morgun í leik gegn Southampton.
Alisson, aðalmarkvörður liðsins, er meiddur og þá er Adrian, varamarkvörður, einnig að glíma við smávægileg meiðsli.
Liverpool gæti því þurft að leita til Lonergan sem er 35 ára gamall og kom á frjálsri sölu í sumar.
Það eru ekki allir sem kannast við Lonergan en hann hefur spilað lítið af fótbolta undanfarin þrjú ár.
Lonergan hefur silað með Wolves, Leeds, Middlesbrough og Rochdale frá árinu 2016 og spilaði alls 25 deildarleiki.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Preston en þar lék hann frá árinu 2000 til 2011 við góðan orðstír.
Lonergan hefur komið víða við síðan þá og á einnig að baki þónokkra deildarleiki fyrir Bolton og Fulham.
Lonergan var efnilegur markvörður á sínum yngri árum og lék tíu U20 landsleiki fyrir England. Hann á þá einnig að baki einn landsleik fyrir Írland.