fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Óli segir FH vera í miðri mynd: Fær aðal töffarinn aðal skvísuna?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 20:11

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður í kvöld eftir leik sinna manna við KR í Mjólkurbikarnum.

FH vann 3-1 heimasigur á KR í Kaplakrika og mun leika við Breiðablik eða Víking R. í úrslitum.

,,Þetta voru bara sömu hlutir og í Valsleiknum, margt sem hefur verið til staðar í sumar,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Öflugur varnarleikur, Gummi og Pétur frábærir í miðri vörninni, bakverðirnir mjög sterkir, þéttir á miðjunni og vinnsla fremstu manna var góð.“

,,Mórallinn, það hefur verið talað um erfiðleika hjá FH, já að ná í úrslit miðað við áður en mórallinn er frábær og það eru þvílíkir karakterar í þessu liði.“

,,Ég er búin að segja það svo oft áður við ykkur, ef maður fer í bíó þá dæmir maður ekki myndina fyrr en hún er búin, við erum bara inni í miðri mynd. Hvort að aðal töffarinn fái aðal skvísuna á ballinu vitum við ekki fyrr enn í haust.“

,,Þetta eru tvö góð lið, en ég viðurkenni að það væri gaman að fá Blikana,“ sagði Ólafur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum