Liverpool vann góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni á föstudag er liðið mætti Norwich.
Um var að ræða fyrsta leik tímabilsins á Englandi og fagnaði Liverpool að lokum öruggum 4-1 sigri.
Leikurinn fór fram á Anfield en einn stuðningsmaður Norwich varð sér til skammar á meðan hann fór fram.
Þessi ónefndi maður ákvað að hlaupa nakinn inn á völlinn áður en öryggisverðir stöðvuðu hann.
Atvikið átti sér stað í stöðunni 4-1 fyrir Liverpool og voru myndavélarnar á James Milner sem var að koma inná sem varamaður.
Myndir af þessu má sjá hér.