Ungur stuðningsmaður Liverpool lenti í leiðindaratviki um helgina en hann er búsettur í borginni.
Strákurinn var úti að leika sér er hann sá bifreð Mohamed Salah og ákvað að elta hana.
Salah er ein helsta stjarna Liverpool en hann hefur gert það gott með liðinu síðustu tvö ár.
Strákurinn var svo einbeittur að því að ná bíl Salah að hann klessti á endanum á ljósastaur.
Salah tók eftir því sem gerðist og ákvað að snúa bílnum við til að aðstoða strákinn.
Þeir fengu svo mynd af sér saman og endaði allt eins og í sögu.