Ansi óhugnanlegt atvik átti sér stað í Hollandi í dag á heimavelli AZ Alkmaar í Hollandi.
AZ leikur á AFAS-vellinum en það var mikill vindur þar í dag og svo mikill að þakið á stúku vallarins hrundi.
Sem betur fer þá var enginn leikur í gangi en AZ á leik í hollensku úrvalsdeildinni á morgun.
Sá leikur er hins vegar á útivelli og þarf AZ því ekki að hafa áhyggjur af eigin velli fyrir þann leik.
Svipað atvik átti sér stað fyrir nokkrum árum er þakið á heimavelli FC Twente hrundi og létu tveir lífið.
Mynd af þakinu má sjá hér.