Brighton vann magnaðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrsta umferðin hélt áfram.
Brighton var ekki talið líklegt til árangurs á heimavelli Watford í dag en annað kom svo sannarlega í ljós.
Þeir bláklæddu skoruðu þrjú mörk gegn engu hjá Watford og byrja því tímabilið gríðarlega vel.
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í leik Burnley og Southampton. Burnley vann öruggan 3-0 heimasigur og skoraði Jói þriðja markið.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt betri leiki en hann lék með Everton í markalausu jafntefli við Crystal Palace.
Bournemouth og Sheffield United gerðu þá 1-1 jafntefli þar sem Billy Sharp tryggði gestunu stig.
Watford 0-3 Brighton
0-1 Abdoulaye Doucoure(sjálfsmark, 28′)
0-2 Florin Andone(65′)
0-3 Neal Maupay(77′)
Burnley 3-0 Southampton
1-0 Ashley Barnes(63′)
2-0 Ashley Barnes(70′)
3-0 Jóhann Berg Guðmundsson(75′)
Crystal Palace 0-0 Everton
Bournemouth 1-1 Sheffield United
1-0 Chris Mepham(63′)
1-1 Billy Sharp(88′)