Gylfi Þór Sigurðsson mun klæðast sömu treyju Everton og á síðustu leiktíð í leik helgarinnar.
Þetta var staðfest í dag en Everton spilar við Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Everton ætlaði að nota nýja varatreyju í leiknum gegn Palace þar sem heimatreyjan er of lík treyju Palace.
Enska knattspyrnusambandið telur þó að treyjan henti ekki og þykir einnig vera of lík heimatreyju Palace.
Everton hefur enn ekki ákveðið hvernig þriðja treyjan mun líta út og þarf því að nota sömu gerð og notuð var á síðustu leiktíð.
Stuðningsmenn Everton þurfa því að bíða þar til um næstu helgi til að sjá nýju treyjur liðsins á vellinum.