Liverpool 4-1 Norwich
1-0 Grant Hanley(sjálfsmark, 7′)
2-0 Mo Salah(19′)
3-0 Virgil van Dijk(28′)
4-0 Divock Origi(42′)
4-1 Teemu Pukki(64′)
Fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á Anfield í Liverpool.
Heimamenn í Liverpool tóku þá á móti nýliðum Norwich og voru ekki í miklum vandræðum með að taka þrjú stig.
Staðan var orðin 1-0 eftir nokkrar mínútur en Grant Hanley skoraði þá klaufalegt sjálfsmark fyrir Norwich.
Þeir Mo Salah, Virgil van Dijk og Divock Origi bættu svo við mörkum fyrir Liverpool í fyrri hálfleik.
Teemu Pukki lagaði stöðuna fyrir Norwich á 64. mínútu leiksins en það dugði alls ekki til og lokastaðan, 4-1.