Enski félagaskiptaglugginn er nú lokaður og mega félög í ensku úrvalsdeildinni ekki kaupa leikmenn.
Það var nóg um að vera á lokadeginum í gær og voru fjölmörg félög sem styrktu sig.
Það er þó enn möguleiki fyrir félög að fá leikmenn sem eru fáanlegir á frjálsri sölu.
Félög hafa til 2. september til að skrá þá leikmenn á 25-manna leikmannalista fyrir tímabilið.
Það eru ófáir góðir leikmenn sem eru án félags og hér má sjá 14 stóra bita.
Daniel Sturridge (síðast hjá Liverpool)
Mario Balotelli (síðast hjá Marseille)
Franck Ribery (síðast hjá Bayern Munchen)
Martin Skrtel (síðast hjá Fenerbahce)
Hatem Ben Arfa (síðast hjá Rennes)
Michel Vorm (síðast hjá Tottenham)
Fernando Llorente (síðast hjá Tottenham)
Yohan Cabaye (síðast hjá Al Nasr)
Lazar Markovic (síðast hjá Fulham)
Danny Simpson (síðast hjá Leicester)
Nemanja Radoja (síðast hjá Celta Vigo)
Ignazio Abate (síðast hjá AC Milan)
Fabio Coentrao (síðast hjá Rio Ave)
Danny Williams (síðast hjá Huddersfield)