fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Bologna keypti Andra Fannar

Victor Pálsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bologna hefur fest kaup á Andra Fannari Baldurssyni en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki.

Um er að ræða afar efnilegan 17 ára gamlan leikmann sem fór til Bologna á láni í janúar.

Bologna gat svo í kjölfarið keypt leikmanninn og hefur ákveðið að nýta sér þann möguleika.

Tilkynning Breiðabliks:

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Andri Fannar fór á láni til Bologna í janúar á þessu ári. Á meðan lánstímanum stóð átti Bologna forkaupsrétt á leikmanninum. Andri Fannar stóð sig afar vel á lánstímanum og hefur ítalska félagið nú fest kaup á leikmanninum.

Andri Fannar sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins. Mörg lið voru á eftir Andra Fannari fyrr á þessu ári en Andri valdi að fara til Bologna. Félagið hefur orðið ítalskur meistari sjö sinnum en þetta fornfræga félag er fimmta sigursælasta félag Ítalíu frá upphafi. Bologna endaði í 10. sæti í efstu deild á síðastliðnu keppnistímabili.

Andri Fannar spilaði fjóra leiki með U17 ára liði Bologna á síðasta keppnistímabili og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp fjögur áður en hann var færður upp í varalið Bologna. Á komandi tímabili stendur til að Andri Fannar muni æfa og spila með varaliði Bologna en Andri hefur þó einnig fengið að æfa með aðalliði félagsins.

Andri Fannar lék sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í lokaumferðinni síðasta sumar aðeins 16 ára og er á meðal yngstu leikmanna til þess að spila í efstu deild með Blikum frá upphafi. Andri Fannar hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 29 landsleiki og skorað 4 mörk.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni. Við óskum Andra Fannari góðs gengis á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?
433Sport
Í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær