Kolbeinn Sigþórsson komst á blað fyrir AIK í dag er liðið spilaðiu við Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni.
Kolbeinn skoraði annað mark AIK í 2-1 útisigri en um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur.
Hjörtur Hermannsson skoraði sjálfsmark á sama tíma í afar svekkjandi tapi Brondby gegn Braga.
Staðan var 2-2 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en þá skoraði Braga tvö mörk með stuttu millibili og var það seinna sjálfsmark Hjartars.
Albert Guðmundsson kom þá aðeins við sögu er AZ Alkmaar gerði markalaust jafntefli við Mariupol.