Manchester United er að reyna að fá Christian Eriksen frá Tottenham. ESPN segir að United geri allt til þess að klára kaupin fyrir fimmtudag.
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á fimmtudag og því þarf United að hafa hraðar hendur.
Tottenham gæti neyðst til að selja Eriksen, hann vill fara og neitar að skrifa undir nýjan samning.
Líklegt er að Eriksen kosti 50-60 milljónir punda. Veðbankar hafa lækkað stuðul sinn hratt á að það að Eriksen fari til United.
,,Það er ekki mikill tími fyrir félög að ganga frá samningum, nýjustu stuðlar benda til þess að Eriksen fari loksins á Old Trafford,“ sagði Alex Apati hjá Ladbrokes. Þannig er stuðullinn á að Eriksen fari í United nú undir tveimur.