Stuðningsmenn Manchester United eru ekki sáttir við starfsmenn MUTV, sem er sjónvarpsstöð félagsins.
Í gær var rætt um félagaskiptagluggann sem lokar á fimmtudag, þar var lagt til að félagið myndi reyna að kaupa Luis Suarez frá Barcelona.
Stuðningsmenn United vilja flestir ekki sjá það, ef marka má samfélagsmiðla. Surez var dæmdur fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra, sem er goðsögn hjá United.
Atvikið átti sér stað árið 2011 þegar Suarez lék með Liverpool og Evra með United. Það eru nánast engar líkur á því að United muni kaupa Suarez.
Umræðan á MUTV
Þáttastjórnandi: Væru þið til í að taka Suarez?
Lou Macari: Það væri hægt að fá hann, vegna aldurs
David May: Allan daginn, allan daginn
Þáttastjórnandi: Þið væruð til í hann, þrátt fyrir að hann hafi spilað með Liverpool?
David May: Mér er alveg sama um það
Paddy Crerard: Ég myndi gera það, það skiptir ekki máli að hann hafi spilað fyrir Liverpool
The MUTV panel, filled with ex United players, saying they’d all sign Luis Suarez – after he racially abused and humiliated one of our legends. This channel is out of touch, doesn’t represent the real fan and is just an all round joke. #CancelMUTV pic.twitter.com/Saq9h1FuNQ
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) August 5, 2019