Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á mánudag og eru mörg lið að reyna að styrkja sig fyrir það
Nú er því haldið fram enn á ný að Manchester United reyni að kaupa Bruno Fernandes, miðjumann Sporting.
Gazette dello Sport segir að United sé búið að semja við Fernandes um kaup og kjör, hann þéni um 100 þúsund pund á viku, komi hann til félagsins.
Sagt er að United ætli að bjóða 65 milljónir punda í Fernandes en Tottenham hefur einnig áhuga.
Jorge Mendes, umboðsmaður Fernandes er sagður eiga í samtali við United.