fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Saga Wayne Rooney utan vallar: Fyllerí, kaup á vændiskonum og rothögg

433
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derby County hefur staðfest að Wayne Rooney hafi skrifað undir hjá félaginu, framherjinn gengur í raðir félagsins í janúar.

Rooney verður spilandi aðstoðarþjálfari Derby en liðið leikur í næst efstu deild Englands. Hann gerir 18 mánaða samning. Ár er síðan Rooney fór til DC United í Bandaríkjunum. Hann mun klára tímabilið með DC United og ganga í raðir Derby í janúr. Dvöl Rooney í Bandaríkjunum hefur verið fjörug, hann hefur staðið sig frábærlega innan vallar. Rooney hefur rifið DC liðið upp og skorað mikið af mörkum.

Hegðun hans utan vallar er þó líklega það sem mun mest verða talað um eftir feril hans í Bandaríkjunum. Rooney var handtekinn vegna ölvunar í flugi í desember, þá hafði hann verið í Sadí Arabíu. Rooney hellti vel í sig í fluginu og var með læti. Hann fékk litla sekt fyrir þá hegðun.

Það var svo í upphafi árs sem Rooney var staddur í Flórída, hann var þá að fá sér í glas. Áfengi hefur oft kom honum í vandræði og þarna var hann að daðra við konur. Coleen Rooney hótaði þá að skilja við hann, ekki í fyrsta sinn. Síðan þá hefur hún viljað flytja til Englands, hún hefur verið með heimþrá

Rooney var þá að reyna við afgreiðslustúlku á bar og fór svo á rölt með henni, þar sem þau fengu sér í glas saman. Það fór ekki vel í Coleen.

,,Þú hefur niðurlægt mig aftur,“ var haft eftir Coleen og er bætt við að hún hafi aldrei verið eins reið út í eiginmann sinn.

Afgreiðslustúlkan tjáði sig um málið og hafði gaman af samskiptum sínum við Rooney, en þau fóru á milli staða og drukku hressilega.

Áfengi virðist oft koma Rooney í klandur en hann er oftar en ekki á forsíðum enskra blaða fyrir drykkjuskap og annað slíkt. Upp hafa komið mál þar sem Rooney er blindfullur í verkefni með enska landsliðinu.

Rooney var til að mynda handtekinn árið 2017 þegar Coleen var ófrísk, þá var hann að keyra blindfullur með konu með sér. Konuna hafði Rooney verið að spjalla við á bar í úthverfi Manchester. Ekki er vitað hvert ferðinni var heitið en líklegt er að lögreglan hafi komið í veg fyrir framhjáhald Rooney.

Coleen flutti út frá framherjanum um tíma en fyrirgaf honum, það var ekki fyrsta fyrirgefning hennar og líklega ekki sú síðasta.

Rooney hefur svo verið gómaður við framhjáhald en á sínum yngri árum stundaði hann það að kaupa sér vændiskonur. Konurnar sem Rooney keypti þjónustu af voru á mismunandi aldri eins og gamlar forsíður enskra blaða sanna.

Rooney er einn besti knattspyrnumaður sem England hefur átt en vandræði hans utan vallar með áfengi og konur hefur aðeins svert ímynd hans.

,,Hann var ungur og gerði heimskulega hluti,“ sagði Coleen um árið, þar var hún að ræða vandræði kappans utan vallar.

,,Hann gerði heimskulega hluti eins og flestir ungir menn, Wayne er Wayne Rooney og það er því pressa á honum, það komast allir af því þegar hann gerir mistök.“

,,Þetta eru hlutir sem gea mig reiða, ég spyr mig af hverju hann gerir þetta, hann veit að þetta verður að fréttaefni. Þetta er hluti af því að þroskast í sviðsljósinu, þú gerir ekki sömu mistökin aftur.“

Það eru ekki bara þannig hlutir sem Rooney hefur gert undir áhrifum áfengis, eitt sinn fannst honum það góð hugmynd að fara að boxa heima hjá sér, fullur eins og svo oft áður. Þá var hann rotaður af Phil Bardsley sem í dag leikur með Burnley.

Það atvik má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn