Wayne Rooney er í viðræðum við Derby um að snúa aftur til Englands. Hann kom til Englands í dag og ætti að skrifa undir hjá Derby á næstu dögum.
Sky Sports segir frá því núna að Rooney muni ganga í raðir Derby í janúar, hann vill klára tímabilið með DC United.
Derby er í næst efstu deild, ár er síðan Rooney fór til DC United í Bandaríkjunum.
Philipp Cocu tók við sem þjálfari Derby á dögunum, hann hefur áhuga á að fá Rooney til Englands.
Rooney hefur áhuga á þessu, hann vill fara í þjálfun þegar ferill hans er á enda. Eiginkona Rooney er með heimþrá og vill ala börn sín upp á Englandi.