fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Jói Kalli telur að dómarinn hafi séð bæði atvik en ekki þorað að dæma víti á FH

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 21:18

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var svekktur eftir 1-0 tap gegn FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Sigurmark FH kom seint í leiknum en Skagamenn voru sterkari aðili framan af.

,,Steven Lennon, var það sem skipti máli. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með honum, gríðarlega svekktur að fá ekkert úr þessum leik. Við vorum frábærir,“ sagði Jóhannes Karl við Stöð2 Sport eftir leik.

,,FH skapaði sér ekki neitt, boltinn datt fyrir Lennon. Við fengum 3-4 dauðafæri, þar sem við náum ekki að koma boltanum yfir línuna. Ef allt hefði verið eðlilegt hefðum við verið með forystu í hálfleik.“

Jóhannes Karl vildi fá tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri í fyrri hálfleik og svo seint í leiknum.

,,FH vörðu með hendi á fjær, dómarinn segist ekki hafa séð það. Dómari sem á að staðsetja sig nokkuð nálægt, í seinni hálfleik gerir Brynjar stóra tilraun til að stoppa skot með olnboga. Setur hendina út, ég er ósáttur með það. Ég held að dómarinn hafi séð það en ekki þorað að dæma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn