fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Höfðinginn segir að Gunnar Heiðar taki við ÍBV – „Get því miður ekki sagt neitt til um þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 14:09

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson veit ekki til þess að hann verði þjálfari ÍBV í haust. Þetta kemur fram á Fótbolta.net í dag.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr Football sagði í gær að Gunnar Heiðar yrði þjálfari ÍBV í haust. Ian Jeffs stýrir nú liðinu.

Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna fyrir tæpu ári og tók sér frí frá fótbolta. Ian Jeffs er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, hann á því erfitt með að taka að sér starfið til framtíðar.

„Ég er með það, hver verður þjálfari þarna á næsta ári. Það er einn af dáðustu sonum eyjanna, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Hann tekur við í haust. Það er 99,8% öruggt. Þó svo að maður hafi ekki verið í Eyjum þá var maður með marga heimildarmenn þar og þessu var nánast hent í (Staðfest) svigann upp í brekku á föstudagskvöldið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson oft þekktur sem Höfðinginn í Dr Football.

Gunnar Heiðar segir við Fótbolta.net að það sé óráðið hvað hann geri í haust.

„Það er óráðið. Ég var búinn að lofa því að vera alveg án fótboltans á þessu tímabili og ferðast um Ísland með fjölskyldunni og gera eitthvað allt annað. Síðan sér maður til eftir tímabilið hvernig maður vill hafa þetta og hvort maður komi aftur inn í þetta hjá ÍBV og í hvaða hlutverki maður yrði þá. Það er allt óráðið hjá mér og ég get því miður ekki sagt neitt til um þetta núna,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net.

ÍBV situr í neðsta sæti Pepsi Max-deildar karla og nánast útilokað að liðið nái að bjarga sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi