Peter Krawietz, aðstoðarmaður Jurgen Klopp segir að Liverpool muni ekki borga háa upphæð fyrir leikmenn, sem ekki bæta liðið umtalsvert.
Liverpool hefur í raun ekkert keypt í sumar, félagið keypti ungan hollenskan miðvörð sem mun lítið koma við sögu. Þá fékk Liverpool Adrian frítt í gær, hann verður varamarkvörður félagsins.
,,Þetta er ekki PlayStation leikur, við getum ekki bara skapað leikmenn, eða keypt þá með fjármunum sem við eigum ekki. Þetta snýst um fjármuni og hvað er í boði, hver er til sölu og hvað kostar hann,“ sagði Krawietz.
Klopp eyddi miklum fjármunum á síðasta ári og því er lítið fjármagn til í ár.
,,Þú verður að bera saman leikmennina og þá sem þú átt fyrir, ef 40 milljónir punda bæta ekki miklu við. Þá myndi Jurgen aldrei kaupa hann, hann eyðir ekki bara til að eyða.“