Manchester United hefur hafnað tilboði frá Real Madrid í Paul Pogba miðjumann félagsins.
Times segir frá því að Real Madrid hafi boðið 27 milljónir punda og James Rodriguez.
Real vill losna við James en það hefur gengið erfiðlega, United hefur ekki áhuga á honum.
United vill ekki selja Pogba en ef hann fer, vill félagið fá um 150 milljónir punda fyrir hann.
Pogba vill fara en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á fimmtudag, það er því lítill tími til stefnu.