Manchester United hefur staðfest kaup sín á Harry Maguire frá Leicester. Hann skrifar undir sex ára samning, með möguleika á sjöunda árinu.
Maguire kostar United 80 milljónir punda, hann verður þar með dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans.
Maguire er 26 ára gamall og hefur staðið sig vel með Leicester og enska landsliðinu.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United lagði mikla áherslu á að fá Maguire.
,,Ég er ánægður með að hafa skrifað undir hjá þessu frábæara félagi, ég naut þess að vear hjá Leicester. Þegar Manchester United bankar, þá er það magnað tækifæri,“ sagði Maguire.